Síða 1 af 1

1.2 GAD-7 & PHQ-9

Ef verið er að svara spurningalistanum í síma, gæti verið hentugra að snúa tækinu á hlið til að sjá spurningar og svarmöguleika betur.

Mælikvarði á áhyggjur (GAD-7)

Hversu oft á síðastliðnum 2 vikum hefur eftirfarandi valdið þér hugarangri:
Aldrei (0)
Nokkra daga (1)
Oftar en helming daganna (2)
Næstum daglega (3)
1. Verið taugaóstyrk(ur), kvíðin(n) eða hengd(ur) upp á þráð
2. Ekki tekist að bægja frá þér áhyggjum eða hafa stjórn á þeim
3. Haft of miklar áhyggjur af ýmsum hlutum
4. Átt erfitt með að slaka á
5. Verið svo eirðarlaus að þú áttir erfitt með að sitja kyrr
6. Orðið gröm/gramur eða pirruð/pirraður af minnsta tilefni?
7. Verið hrædd(ur) eins og eitthvað hræðilegt gæti gerst

Mælikvarði á depurð (PHQ-9)

Hversu oft hafa eftirfarandi vandamál truflað þig síðastliðnar 2 vikur:
Aldrei (0)
Nokkra daga (1)
Oftar en helming daganna (2)
Næstum daglega (3)
1. Lítill áhugi eða gleði við að gera hluti
2. Verið niðurdregin(n), döpur/dapur eða vonlaus
3. Átt erfitt með að sofna eða sofa alla nóttina
4. Þreyta og orkuleysi
5. Lystarleysi eða ofát
6. Liðið illa með sjálfan þig eða fundist þér hafa mistekist eða ekki staðið þig gagnvart sjálfum þér eða fjölskyldunni þinni
7. Erfiðleikar með einbeitingu, t.d. við að lesa blöðin eða horfa á sjónvarp
8. Hreyft þig eða talað svo hægt að aðrir hafa tekið eftir því. Eða hið gagnstæða- verið svo eirðarlaus eða óróleg(ur) að þú hreyfðir þig meira en venjulega
9. Hugsað um að það væri betra ef þú værir dáin(n) eða hugsað um að skaða þig á einhvern hátt