Síða 1 af 1

5.3 Karolinska Exhaustion Disorder Scale

Spurningalisti um kulnun

Tilgangur þessa spurningalista er að fá mynd af núverandi ástandi þínu. Við viljum biðja þig um að meta hvernig þér hefur liðið undanfarnar tvær vikur.

Í spurningalistanum eru staðhæfingar um hvernig manni getur liðið á mismunandi sviðum. Þær tjá mismikil óþægindi, allt frá engum óþægindum til hámarksóþæginda. Hakaðu við þá tölu sem best endurspeglar líðan þína síðastliðnar TVÆR VIKUR. Viljir þú skýra eitthvað nánar má gera það á síðustu spurningunni undir „athugasemdir

1. Geta til að einbeita þér — Við biðjum þig að meta getu þína til að hugsa skýrt og einbeita þér að ólíkum athöfnum. Hugleiddu hvernig þér gengur að sinna mismunandi athöfnum sem krefjast mismikillar einbeitingar, til dæmis að lesa flókinn texta, blaðagrein og horfa á sjónvarp.

1. Geta til að einbeita þér — Við biðjum þig að meta getu þína til að hugsa skýrt og einbeita þér að ólíkum athöfnum. Hugleiddu hvernig þér gengur að sinna mismunandi athöfnum sem krefjast mismikillar einbeitingar, til dæmis að lesa flókinn texta, blaðagrein og horfa á sjónvarp.

2.Minni — Hér viljum við að þú lýsir minnisgetu þinni. Hugleiddu hvort þú hafir átt erfitt með að muna nöfn, dagsetningar eða eftir því sem þú vilt koma í verk frá degi til dags.

2.Minni — Hér viljum við að þú lýsir minnisgetu þinni. Hugleiddu hvort þú hafir átt erfitt með að muna nöfn, dagsetningar eða eftir því sem þú vilt koma í verk frá degi til dags.

3. Líkamlegt úthald — Þessi spurning snýr að líkamlegu úthaldi þínu. Finnur þú til dæmis fyrir meiri líkamlegri þreytu en vanalega við daglegar athafnir eða einhvers konar áreynslu?

3. Líkamlegt úthald — Þessi spurning snýr að líkamlegu úthaldi þínu. Finnur þú til dæmis fyrir meiri líkamlegri þreytu en vanalega við daglegar athafnir eða einhvers konar áreynslu?

4. Andlegt úthald — Nú viljum við að þú veltir fyrir þér andlegu úthaldi þínu og að hvaða marki þú þreytist meira andlega en áður, við mismunandi aðstæður dagslegs lífs.

4. Andlegt úthald — Nú viljum við að þú veltir fyrir þér andlegu úthaldi þínu og að hvaða marki þú þreytist meira andlega en áður, við mismunandi aðstæður dagslegs lífs.

5. Endurheimt — Hér viljum við að þú lýsir því hvernig þér gengur að jafna þig, líkamlega og andlega, eftir mikla þreytu.

5. Endurheimt — Hér viljum við að þú lýsir því hvernig þér gengur að jafna þig, líkamlega og andlega, eftir mikla þreytu.

6. Svefn — Nú biðjum við þig um að lýsa svefninum þínum. Veltu fyrir þér hve löngum og góðum svefni þú hafir náð undanfarnar tvær vikur. Matið á að endurspegla hvernig þú raunverulega hafir sofið, óháð því hvort þú hafir tekið inn svefnlyf eða ekki

6. Svefn — Nú biðjum við þig um að lýsa svefninum þínum. Veltu fyrir þér hve löngum og góðum svefni þú hafir náð undanfarnar tvær vikur. Matið á að endurspegla hvernig þú raunverulega hafir sofið, óháð því hvort þú hafir tekið inn svefnlyf eða ekki

7. Ofurnæmi fyrir skynáreitum — Átt er við hvort skynfæri þín séu orðin viðkvæmari fyrir áreitum, eins og hljóði, ljósum, lykt eða snertingu.

7. Ofurnæmi fyrir skynáreitum — Átt er við hvort skynfæri þín séu orðin viðkvæmari fyrir áreitum, eins og hljóði, ljósum, lykt eða snertingu.

8. Kröfur — Í þessari spurningu biðjum við þig að skoða hvernig þú bregst við kröfum í daglegu lífi. Kröfurnar geta verið utanaðkomandi eða þær sem þú gerir til þín.

8. Kröfur — Í þessari spurningu biðjum við þig að skoða hvernig þú bregst við kröfum í daglegu lífi. Kröfurnar geta verið utanaðkomandi eða þær sem þú gerir til þín.

9. Pirringur og reiði — Þessi spurning snýr að því hve auðveldlega þú finnir fyrir pirringi eða reiði, óháð því hvort þú lætur það í ljós. Hugleiddu hve auðveldlega þú pirrast (hve stuttur kveikjuþráðurinn er) miðað við tilefnið og hversu oft og ákaft þú pirrast. Ef þú hefur ekki fundið fyrir þessum tilfinningum skaltu merkja við „0”.

9. Pirringur og reiði — Þessi spurning snýr að því hve auðveldlega þú finnir fyrir pirringi eða reiði, óháð því hvort þú lætur það í ljós. Hugleiddu hve auðveldlega þú pirrast (hve stuttur kveikjuþráðurinn er) miðað við tilefnið og hversu oft og ákaft þú pirrast. Ef þú hefur ekki fundið fyrir þessum tilfinningum skaltu merkja við „0”.

Athugasemdir